Ţjónustan
Almannatengsl eru starfsemi sem miðar að því að skapa jákvæða ímynd fyrirtækis, félags eða samtaka – og viðhalda henni. FREMRI Almannatengsl er alhliða ráðgjafarfyrirtæki á þessu sviði. Við veitum aðstoð við alhliða markaðssetningu og uppbyggingu ímyndar.

Almannatengsl:
 • Áfallastjórnun
 • Ársskýrslur
 • Blaðamannafundir
 • Blöð/Bæklingar/Fréttabréf
 • Bundið mál/Kveðskapur
 • Fréttatilkynningar
 • Fréttaveita
 • Heimasíður/Rafræn boðskipti
 • Herferðir
 • Hönnun
 • Ljósmyndun
 • Málfarsráðgjöf
 • Námskeið & þjálfun
 • Prófarkalestur
 • Ræður & ávörp
 • Textagerð
 • Viðburðastjórnun
 • Vígorð/Nöfn
 • Þýðingar
Áfallastjórnun
Áföll af ýmsu tagi gera sjaldan boð á undan sér. Þegar fyrirtæki eða stofnun á í hlut skiptir miklu máli að bregðast hratt og rétt við til að stýra eins og kostur er umræðunni sem kemur í kjölfarið.
Áföll sem fyrirtæki geta orðið fyrir eru af ýmsum toga: eldsvoði, fjársvik, gölluð vara, kynferðisleg áreitni, matareitrun, óvinveitt yfirtaka, rannsókn samkeppnis- eða skattayfirvalda, samruni, sjúkdómar, slys, uppsagnir starfsmanna o.fl.
Forsvarsmenn fyrirtækja bregðast oft seint við vondum fréttum, aðhafast e.t.v. ekkert, í von um að umræðan fjari út. Mun betri kostur er að leita ráðgjafar til að vega og meta með hvaða hætti skuli brugðist við. Að vinna opið og heiðarlega með fjölmiðlafólki og öðrum þeim sem móta umræðuna í samfélaginu er það sem gera þarf við slíkar aðstæður.
Meðal þjónustuþátta FREMRI Almannatengsla í áfallastjórnun má nefna:

Fyrstu viðbrögð þegar áfall dynur yfir
 • Ráðgjöf um næstu skref
 • Fjölmiðlavakt og viðbrögð við fréttum
 • Gerð fréttatilkynninga
 • Samskipti við fjölmiðla
Blaðamannafundir
Mikilvægt er að efni blaðamannafundar* komist sem best til skila til almennings og/eða tiltekins markhóps. Ferlið er margslungið og því er æskilegt að sérfræðingar stilli strengina. Vanda þarf undirbúning fundarins ekki síður en fundinn sjálfan og framsetningu efnisins. Að fundi loknum þarf að tryggja eins og kostur er að boðskapurinn skili sér til þeirra sem hann er ætlaður.

*Orðið blaðamannafundur er jafnan notað enn þann dag í dag, þótt fréttamannafundur sé mun nær sanni, sökum þess hve margir fréttamenn vinna fréttir í miðla sem eiga ekkert skylt við blöð.

Blöð/Bæklingar/Fréttabréf
Vanda þarf til verka við útgáfu ársskýrslna, bæklinga, fréttabréfa og annarra kynningarrita – hvort sem ritin eru prentuð eða rafræn. Vanda þarf útlit, efnistök, framsetningu og málfar.
FREMRI Almannatengsl halda utan um alla verkþætti; þ.e. hugmyndavinnu, ritstjórn, efnisöflun, textagerð, ljósmyndun, hönnun, uppsetningu, prófarkalestur, þýðingar, prentun og dreifingu.

Bundið mál/Kveðskapur
FREMRI Almannatengsl annast hvers kyns textagerð fyrir fyrirtæki, félög, stofnanir og einstaklinga. Þar má nefna greinaskrif, texta á heimasíður, í bæklinga, tilkynningar og fleira. Við semjum einnig ræður og veitum ráðgjöf varðandi ræðuflutninginn. Við semjum jafnvel texta í bundnu máli, ef þess er óskað – og erum að öllum líkindum eina almannatengslafyrirtækið sem býður þá þjónustu!

Fréttatilkynningar
Þegar fréttnæmir atburðir eiga sér stað er markviss fréttatilkynning kjörin leið til að stýra upplýsingastreyminu. FREMRI Almannatengsl annast gerð og útsendingu fréttatilkynninga sem og alla eftirfylgni.

Fréttaveita
Fréttaveita FREMRI Almannatengsla er vefþjónusta sem viðskiptavinum fyrirtækisins stendur til boða.
Heimasíða með úreltum upplýsingum/fréttum er hvorki traustvekjandi né áhugaverð. Starfsmenn FREMRI Almannatengsla sjá um að vaka yfir því sem er fréttnæmt hjá félögum, fyrirtækjum og stofnunum; skrifa frétt eða tilkynningu og færa inn á viðkomandi vef. Fréttin er ennfremur send á helstu fréttamiðla landsins ef hún er þess eðlis.

Heimasíður/Rafræn boðskipti
Ef vel á að vera er heimasíðan vettvangur virkra boðskipta en allt of algengt er að hún dagi uppi sem minnisvarði um fögur fyrirheit. Útlit heimasíðu og virkni skipta sköpum varðandi áhrifamátt hennar. Í því ferli þurfa margir að leggjast á eitt: Hönnuðir, forritarar, ljósmyndarar og textagerðarfólk – að ógleymdum tengilið frá verkkaupa.
FREMRI Almannatengsl veita ráðgjöf um hönnun og uppsetningu vefsíðna og annast reglulega uppfærslu ef þess er óskað.

Herferðir
Kynningarherferð felur í sér margvísleg boðskipti um tiltekið málefni í afmarkaðan tíma. Vel heppnuð kynningarherferð snýst um að samræma alla þætti almannatengsla á tilteknu tímabili, svo sem útgefin rit og annan markpóst, auglýsingar í blöðum og ljósvakamiðlum, kynningarfundi o.fl.
FREMRI Almannatengsl annast skipulagningu og framkvæmd kynningarherferða – frá upphafi til enda.

Hönnun
Útlitið gerir oft gæfumuninn! Á vegum FREMRI Almannatengsla starfa hönnuðir og umbrotsfólk í fremstu röð, hvort sem um er að ræða auglýsingagerð, hönnun prentgripa eða vefsíðna.

Ljósmyndun
Ljósmyndir eru mikilvægar í öllu kynningarstarfi. Starfsmenn FREMRI Almannatengsla annast myndatökuna ýmist sjálfir ellegar fá atvinnuljósmyndara til liðs við sig – allt eftir óskum viðskiptavinarins.

Málfarsráðgjöf
Hefur þú lesið texta sem er morandi í mál-, stafsetningar- og innsláttarvillum? Íslenskan á undir högg að sækja: “Að gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn nema ég og þú”, segir í þekktu ljóði Þórarins Eldjárns.
FREMRI Almannatengsl bjóða fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum málfarsráðgjöf af ýmsum toga: Textayfirlestur, prófarkalestur og námskeið fyrir fjölmiðlafólk, almenna starfsmenn og stjórnendur. Það er löngu tímabært að gæðastjórnun í íslenskum fyrirtækjum nái yfir tungumálið líka!

Námskeið & þjálfun
FREMRI Almannatengsl bjóða upp á námskeið af ýmsum toga og hafa þau undantekningalaust mælst mjög vel fyrir. Meðal helstu námskeiða eru:

 • Framkoma í fjölmiðlum
 • Framkoma í fjölmiðlum  
 • Fundarstjórn og fundarritun
 • Hópefli
 • Líkamstjáning
 • Ræðumennska
 • Sjálfstyrking
 • Veislustjórn
 • Þjónusta

Prófarkalestur
Prófarkalestur er veigamikill þáttur í starfsemi FREMRI Almannatengsla. Læsilegur og villulaus texti ætti að vera markmið allra sem tjá sig í ræðu og riti!
Við prófarkalesum blöð og tímarit, bréf, bæklinga, bækur, fyrirlestra, glærukynningar, lokaritgerðir á háskólastigi, ræður, veggspjöld – og þannig mætti lengi telja. Fáðu fagmenn til liðs við þig!

Ræður & ávörp
FREMRI Almannatengsl annast hvers kyns textagerð fyrir fyrirtæki, félög, stofnanir og einstaklinga, í óbundnu eða bundnu máli. Við semjum ræður og ávörp, veitum ráðgjöf varðandi flutninginn og þjálfun ef þess er óskað.

Textagerð
FREMRI Almannatengsl annast hvers kyns textagerð fyrir fyrirtæki, félög, stofnanir og einstaklinga, í óbundnu eða bundnu máli! Þar má nefna fréttatilkynningar, greinaskrif, texta á heimasíður og í bæklinga, ræður & ávörp o.fl.

Viðburðastjórnun
FREMRI Almannatengsl hafa víðtæka reynslu af stjórnun viðburða, s.s. skipulagningu funda, hátíða, málþinga, ráðstefna og sýninga.
Mikilvægt er að vel sé haldið utan um undirbúning og skipulagningu frá upphafi til enda. FREMRI Almannatengsl veita ráðgjöf um tæknilega útfærslu og annast þá verkþætti sem viðskiptavinurinn óskar eftir.

Vígorð/Nöfn
Tíminn er dýrmætur og því er meitlun skilaboða mikilvæg. Hlutverk vígorða er að skerpa ímynd og hampa styrkleikum vörumerkis, félags eða fyrirtækis.
FREMRI Almannatengsl smíða vígorð og geta líka fundið gott nafn á fyrirtækið eða afurðir þess.

Þýðingar
Í fjölþjóðlegu samfélagi nútímans getur reynst nauðsynlegt að birta texta á mörgum tungumálum. FREMRI Almannatengsl hafa rúmlega 20 þýðendur á sínum snærum, sem eru boðnir og búnir að klæða textann í þann þjóðbúning sem óskað er eftir.
Fremri Almannatengsl ehf | Ţórsstíg 4 | 600 Akureyri | Sími: 461 3666 | Fax: 461 3667 | Sími: 896 8456 | www.fremri.is | fremri@fremri.is