Um Fremri

Eins og nafnið gefur til kynna eru almannatengsl* ráðandi í starfseminni en útgáfumál og námskeiðshald eru einnig veigamiklir þættir.
Við veitum alhliða ráðgjöf og þjónustu á sviði almannatengsla, önnumst viðburðastjórnun og bjóðum upp á námskeið af ýmsum toga.
FREMRI Almannatengsl starfa nær eingöngu á fyrirtækjamarkaði. Meginstarfsstöðin er á Akureyri en þjónusta fyrirtækisins er óháð staðsetningu.
Framkvæmdastjóri FREMRI Almannatengsla er Bragi V. Bergmann, bragi@fremri.is Sími 896 8456
*Almannatengsl er íslensk þýðing á enska hugtakinu public relations. Það er samheiti yfir öll boðskipti (communication) fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka eða afmörkuð verkefni á því sviði.